Sjúkraþjálfun og þjónusta

Við hjá ÁS sjúkraþjálfun leggjum mikið upp úr fagmennsku og persónulegri þjónustu við okkar skjólstæðinga. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og undir faglegri og traustri leiðsögn sjúkraþjálfara ná skjólstæðingar okkar árangri.

Við komum þér til aðstoðar með árangursríkum aðferðum.

Endurhæfing

Endurhaefing

Endurhæfing eftir aðgerðir eða slys er stór hluti af því sem sjúkraþjálfarar ÁS sjúkraþjálfunar gera. Eftir aðgerðir er nauðsynlegt að hefja endurhæfingu sem fyrst til að ná upp hreyfifærni og minnka verki, eins og til að mynda eftir liðskiptiaðgerðir.
Sjúkraþjálfarar ÁS sjúkraþjálfunar hafa mikla reynslu í sjúkraþjálfun eftir aðgerðir og slys.

Almenn Endurhæfing
Sjúkraþjálfararnir okkar hafa mikla reynslu í almennri endurhæfingu hvort sem vandamálið er til komið vegna slyss eða sjúkdóms.

Bak- og hálsverkir

bakoghalsverkir

Kyrrseta og kyrrsetuvinnu verður æ algengara í nútíma samfélagi. Fólk vinnur oft einhæfa vinnu með tilliti til hreyfingar. Þessi kyrrseta/einhæfni skapar einhæft álag á líkamann og verki á herða- og hálssvæði sem getur leitt til höfuðkvala (hausverkur, svimi og/eða ógleði).
Einnig er algengt að verkir frá mjóbaki lýsi sér sem þreyta og stundum með leiðni í mjaðmir eða niður í fætur.

Sérhæfð sjúkraþjálfun
Aftanákeyrslur geta valdi áverka á háls og mjóbak sem leiðir svo til verkja og færnisskerðinga. Hafa sjúkraþjálfarar ÁS sérhæft sig í meðhöndlun þessarra verkja.

Hnykkingar og nálastungur

bakoghalsverkir

Hnykkingar og nálastungur geta verið mjög árangursríkt meðferðarform til meðhöndlnar á stoðkerfisverkjum s.s bakverkjum og höfuðverkjum tengt vöðvabólgu.
Hjá ÁS sjúkraþjálfun hafa yfirsjúkraþjálfararnir Árni Baldvin Ólafsson og Svanur Snær Halldórsson, sérhæft sig í hnykkingum og nálastungum.

Hnykkingar
Hugmyndarfræðin í kringum hnykkingar byggir á að losa spennu úr hryggjaliðum og um leið úr aðlægum vöðvum. Leiðandi kenningar um áhrif hnykkinga gera ráð fyrir að við ”brak” losni spenna úr stýriliðum hryggjarins. Við það minnka verkir og hreyfigeta eykst, einnig minnkar vöðvaspenna.
Hnykkingar eru öruggt meðferðarform, framkvæmdar í miðstöðu liða, þar sem leitast er við að nota mikinn hraða og lítinn kraft.

Nálastungur
Nálastungur er meðferðarform sem á rætur sínar að rekja til kínveskra lækninga. Nálastungur hafa meðal annars verið notaðar með góðum árangri við verkjastillingu og meðhöndlun á vöðvabólgu.

Sjúkraþjálfun á meðgöngu

bakoghalsverkir

Að eiga von á barni er spennandi og stórkostlegur tími fyrir alla fjölskylduna.

Fyrir konuna er þessi tími þó ekki einungis mikil andleg og félagsleg aðlögun heldur einnig mikil líkamleg breyting.

Líkamlegt álag á meðgöngu
Um 20% þungaðra kvenna glíma við mjaðmagrindarverki á meðgöngu. Þessir verkir eru til komnir vegna þeirra líkamlegu breytinga sem eru orsakaðar af hormónum og getur valdið konum óþægindum og verkjum.

Meðgöngusjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfun á meðgöngu miðar að því draga úr verkjum og óþægindum með ákveðnum æfingum. Auk þess að leiðbeina konum og kenna rétta líkamsbeitingu sem getur dregið úr verkjum.