Starfsmenn

Árni Baldvin Ólafsson Dip.Osteopractic sjúkraþjálfun, Cert.DN., Cert.SMT
Árni er annar stofnenda ÁS sjúkraþjálfunar.

Árni útskrifaðist sem sjúkraþjálfari 2003. Hann hefur frá útskrift meðhöndlað stoðkerfisvandamál af ýmsum toga.

Árni hefur tekið fjölmörg námskeið á vegum sjúkraþjálfunar, bæði heima og erlendis. Nú undanfarið hefur hann verið sérhæfa sig í hnykkingum og nálastungum í sjúkraþjálfun með áherslu á stoðkerfisverki, höfuðkvalir og hreyfiskerðingar í baki og útlimum.

Svanur Snær Halldórsson Dip.Osteopractic sjúkraþjálfun, Cert.DN., Cert.SMT
Svanur er annar stofnenda ÁS sjúkraþjálfunar.

Svanur útskrifaðist sem sjúkraþjálfari 2003. Hann hefur frá útskrift sinnt endurhæfingu og þjálfun sjúklinga með margvísleg stoðkerfisvandamál.

Undanfarin ár hefur hann sérhæft sig í hnykkingum og nálarstungum og hefur það skilað góðum árangri við meðferð stoðkefisverkja með sérstaka áherslu á meðhöndlun höfuðverkja, hreyfiskerðingu og verki frá hálshrygg og mjóbaki.

Æfingar og fræðsla frá Svani: Hnykkingar

 

Einar Haraldsson

Ómar Torfason
Ómar Fór til Kaliforníu að stúdentsprófi loknu og lauk BA námi í bókmenntafræðum 1972 frá Loma Linda University. Hann vatt kvæðinu í kross og lauk B.Sc. námi í sjúkraþjálfun frá HÍ 1980.

Ómar starfaði um tíma í Kópavogi en flutti til Akureyrar 1986 og vann hjá Eflingu-sjúkraþjálfun frá 2006.
Hann hefur sótt námskeið á vegum Olavs Evjents (eins virtasta sjúkraþjálfara Noregs) og Maitlands. Ómar hefur verið tengdur íþróttamálum frá útskrift, fyrst hjá Breiðabliki, síðan íþróttafélögunum á Akureyri, handbolta og knattspyrnu.
Áhugasvið hans eru nokkuð bundin við íþróttir, orofacial einkennaflækjur auk áhuga á hugvísindum s.s. kirkjusögu og grísku.

Héðinn Svavarsson

Héðinn Svavarsson
Héðinn Svavarsson sjúkraþjálfari BSc, PostGradDipManTher,
Sérfræðingur í Manual Therapy (greining og meðferð stoðkerfis MT)

Héðinn útskrifaðist úr Háskóla Íslands sem sjúkraþjálfari 1989 með Bsc. í sjúkraþjálfun. Vann fyrst um sinn sem sjúkraþjálfari í Hafnarfirði en fór svo til Ástralíu í framhaldsnám og útskrifaðist sem sérfræðingur í greiningu og meðferð á stoðkerfi (MT) 1992. Stofnaði og rak Sjukraþjálfun Héðins í Mjódd eftri heimkomu allt þar til hann kom hingað í ÁS sjúkraþjalfun á Haustmánuðum 2017.