• Opið virka daga: 08:00 til 18:00    Sími: 577-5575
  • Afgreiðsla er opin virka daga frá: 08:30 til 16:00 Sími: 577-5575 

Þjáist þú af verkjum? Erum sérfræðingar í meðhöndlun
stoðkerfisverkja.
Hafðu samband í síma:
577-5575
Slide

Við sérhæfum okkur í bak- og hálsverkjum

Kyrrseta og kyrrsetuvinnu verður æ algengara í nútíma samfélagi. Fólk vinnur oft einhæfa vinnu með tilliti til hreyfingar. Þessi kyrrseta/einhæfni skapar einhæft álag á líkamann og verki á herða- og hálssvæði sem getur leitt til höfuðkvala (hausverkur, svimi og/eða ógleði).

Einnig er algengt að verkir frá mjóbaki lýsi sér sem þreyta og stundum með leiðni í mjaðmir eða niður í fætur. Aftanákeyrslur geta valdi áverka á háls og mjóbak sem leiðir svo til verkja og færnisskerðinga.

Sjúkraþjálfarar ÁS hafa sérhæft sig í meðhöndlun þessarra verkja.

Við beitum eftirfarandi meðferðarúrræðum

Greining
Sjúkraþjálfarar ÁS sjúkraþjálfunar leggja mikið uppúr greiningu, greining á vandamáli er grundvöllur að allri meðferð. Sérhæfð greining á liðum, liðumbúnaði, vöðvum og taugum auk þess er myndgreining notuð til að mismunagreina.
Hnykkingar
Hugmyndarfræðin í kringum hnykkingar byggir á að losa spennu úr hryggjaliðum og um leið úr aðlægum vöðvum. Leiðandi kenningar um áhrif hnykkinga gera ráð fyrir að við ”brak” losni spenna úr stýriliðum hryggjarins. Við það minnka verkir og hreyfigeta eykst, einnig minnkar vöðvaspenna. Hnykkingar eru öruggt meðferðarform, framkvæmdar í miðstöðu liða, þar sem leitast er við að nota mikinn hraða og lítinn kraft.
Nálastungur
Nálastungur er meðferðarform sem á rætur sínar að rekja til kínveskra lækninga. Nálastungur hafa meðal annars verið notaðar með góðum árangri við verkjastillingu og meðhöndlun á vöðvabólgu.

Hnykkingar og nálastungur geta verið mjög árangursríkt meðferðarform til meðhöndlunar á stoðkerfisverkjum s.s. bakverkjum og höfuðverkjum tengt vöðvabólgu. Hjá ÁS sjúkraþjálfun eru allir sjúkraþjálfarar sérhæfðir í hnykkingum, auk þess sem Árni Baldvin Ólafsson og Svanur Snær Halldórsson hafa einnig sérhæft sig í nálastungum.

HEALO – Stafræni sjúkraþjálfarinn

ÁS sjúkraþjálfun er í samstarfi við sænska sérfræðinga, lækna og sjúkraþjálfara, sem hafa búið til snjalla-veflausn sem heitir HEALO.

HEALO er stafrænn sjúkraþjálfari (e.digital medicine) ÁS sjúkraþjálfunar, sem er sérhannað smáforrit fyrir stoðkerfisverki og gerir viðskiptavinum mögulegt að sinna meðferð sinni á tíma og stað sem þeim hentar.
Viðskiptavinir svara nokkrum spurningum og Healo sérsníðir meðferð, byggða á gervigreind, að þörfum hvers og eins.

Healo styttir bið eftir þjónustu, eykur þægindi og hjálpar til bættrar heilsu á styttri tíma.
Sjúkraþjálfarar ÁS sjúkraþjálfunar hafa leyfi Landlæknis til að nota HEALO. HEALO uppfyllir allar kröfur varðandi persónuverndar og uppfyllir sjúklingalög ESB (GDPR). HEALO er einnig skráð sem lækningatæki hjá Lyfjastofnun Ríkisins og sænska lyfjaeftirlitinu.

Hægt er með einföldum hætti að hafa samband við sjúkraþjálfara í gegnum spjall línu í kerfinu.

Starfsmenn

Árni Baldvin Ólafsson

Dip.Osteopractic sjúkraþjálfun, Cert.DN., Cert.SMT.

Árni útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Læknadeild Háskóla Íslands 2003. Árni byrjaði að vinna sem sjúkraþjálfari í Sjúkraþjálfun Grafarvogs og var þar í 7 ár. Frá útskrift hefur Árni viljað bæta sig í meðhöndlun stoðkerfisverkja og hefur hann tekið fjölmörg námskeið og lengra nám bæði hér heima og erlendis. Árni stofnaði ÁS sjúkraþjálfun í samstarfi við Svan í janúar 2010 og hafa þeir í sameiningu verið í stöðugri framþróun við að beita meðferðum sem lágmarka fjölda skipta sem viðskiptavinir þurfa að nota með sem bestum árangri.

Námskeið

• Mulligan Concept upper and lower quarter, 2004.

• Ortopedisk medisin –  Dr. Bernt Ersson, 2005.

• Fundemental, advanced and kinesiotaping for sport í London – Dr.David Parish 2007.

• Pathophysiology and mechanics of the shoulder – Robert Donatelli, 2009.

• Sports specific rehabilitation – Robert Donatelli, 2009.

• Orthopeadic manual therapy, 2009. 

• Osteopathic technique, upper and lower body – Laurie Hartman – 2018 og 2019.

Á árunum 2004-5 og svo árið 2007 var Árni í læri hjá Dr.Eyþóri Kristjánssyni í greiningu og meðferð stoðkerfisverkja í hálsi, hrygg og mjaðmargrind. 

Á árunum 2010-2015 var Árni í framhaldsnámi í Bandaríkjunum í nálastungum, hnykkmeðferðum og mismunagreiningu og útskrifaðist sem Osteopractor frá American Academy of Manipulative Therapy.

Á árunum 2018-19 kláraði Árni Mentorship in muskuloskeletal ultrasound frá Sport Medicine Ultrasound Group sem kennt var í London School of Osteopathy.

Árni hefur staðið að námskeiði í stoðkerfisómskoðun sem haldið var fyrir íslenska heimilislækna og sjúkraþjálfara árið 2017.

Svanur Snær Halldórsson

Dip.Osteopractic sjúkraþjálfun, Cert.DN., Cert.SMT.

Svanur er annar stofnenda ÁS sjúkraþjálfunar. Svanur útskrifaðist sem sjúkraþjálfari 2003. Hann hefur frá útskrift sinnt endurhæfingu og þjálfun sjúklinga með margvísleg stoðkerfisvandamál. Undanfarin ár hefur hann sérhæft sig í hnykkingum og nálarstungum og hefur það skilað góðum árangri við meðferð stoðkerfisverkja með sérstaka áherslu á meðhöndlun höfuðverkja, hreyfiskerðingu og verki frá hálshrygg og mjóbaki.

Námskeið

• Mulligan Concept upper and lower quarter, 2004.

• Orthopeadic manual therapy, 2009. 

• Osteopathic technique, upper and lower body – Laurie Hartman – 2018 og 2019.

Á árunum 2004-5 og svo árið 2007 var Svanur í læri hjá Dr.Eyþóri Kristjánssyni í greiningu og meðferð stoðkerfisverkja í hálsi, hrygg og mjaðmargrind. 

Á árunum 2010-2015 var Svanur í framhaldsnámi í Bandaríkjunum í nálastungum, hnykkmeðferðum og mismunagreiningu og útskrifaðist sem Osteopractor frá American Academy of Manipulative Therapy.

Á árunum 2018-19 kláraði Svanur Mentorship in muskuloskeletal ultrasound frá Sport Medicine Ultrasound Group sem kennt var í London School of Osteopathy.

Svanur hefur staðið að námskeiði í stoðkerfisómskoðun sem haldið var fyrir íslenska heimilislækna og sjúkraþjálfara árið 2017.

Héðinn Svavarsson

Sjúkraþjálfari BSc, PostGradDipManTher.

Sérfræðingur í Manual Therapy (greining og meðferð stoðkerfis MT).
Héðinn útskrifaðist úr Háskóla Íslands sem sjúkraþjálfari 1989 með Bsc. í sjúkraþjálfun. Vann fyrst um sinn sem sjúkraþjálfari í Hafnarfirði en fór svo til Ástralíu í framhaldsnám og útskrifaðist sem sérfræðingur í greiningu og meðferð á stoðkerfis (MT) 1992. Stofnaði og rak Sjukraþjálfun Héðins í Mjódd eftir heimkomu allt þar til hann gekk til liðs við ÁS sjúkraþjálfun á Haustmánuðum 2017.

Námskeið

Alda Sigríður Guðnadóttir
Ritari
Alda Sigríður Guðnadóttir fædd árið 1960 á Flateyri við Önundarfjörð og uppalin þar. Ég útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1980. Áhugamálin snúast fyrst og fremst um fjölskyldun, eins hef ég brennandi áhuga á að æfa og spila bridge. Hef gaman af að ferðast bæði innanlands og utan, útivist sérstaklega gönguferðir og þjóðmálin yfirleitt eiga einnig ríkan sess í mínu lífi.
Hugrún Lilja Hilmarsdóttir
Ritari
Fædd 1980 vestur á fjörðum og er þar uppalin í faðmi fjallanna. Sjúkraliði að mennt útskrifuð 2010 og unnið á bæði skurðdeild og bráðadeild landspítalans ásamt því að hjúkra öldruðum. Forrfallin hestakona og finnst ekkert skemmtilegra en að þjóta um óbyggir íslands á góðum hesti hvort sem verið er að reka ullarpöddur á haustin eða í hestaferðum á sumrin. Búin að vinna sem móttökuritari á ÁS síðan febrúar 2019.

Algengar spurningar og svör

Hvað kostar að fara til sjúkraþjálfara?

Verðið fer eftir því hvað er gert. Hér getur þú séð gjaldskrá ÁS sjúkraþjálfunar. 

Kostnaður sjúkratryggðra er breytilegur vegna tíðra breytinga hjá sjúkratryggingum og fer eftir stöðu hvers og eins hjá SÍ. 

Við hvetjum alla til að fara inn á sínar síður hjá Sjúkratryggingum Íslands  (sjukra.is) og sjá hvert greiðslumark þeirra er. við sjúkraþjálfun fer eftir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).

Þarf ég að hitta lækni áður en ég fer til sjúkraþjálfara?

Það er ekki nauðsynlegt að hitta lækni áður en komið er til sjúkraþjálfara en framvísun tilvísunar í sjúkraþjálfun frá lækni er forsenda niðurgreiðslu frá SÍ.

Hvað gerir sjúkraþjálfun fyrir mig?

Sjúkraþjálfarar greina og meðhöndla stoðkerfisverki og hreyfiskerðingar. Ýmsum aðferðum er beit til að meðhöndla rót vandans og markmiðið er að ná langvarandi bata og gera fólki kleyft að viðhalda batanum sjálft og koma í veg fyrir að ástandið endurtaki sig.

Hvað þarf að fara oft til sjúkraþjálfara til að ná bata?

Það fer allt eftir eðli og alvarleika vandamálsins sem glímt er við á hverjum tíma. Hins vegar er algengt að meðferðartímarnir séu á bilinum 6-10.

Eru hnykkingar öruggar?

Já, séu þær framkvæmdar af heilbrigðisstarfsmanni með þar til gerða menntun og reynslu. Líkur á aukaverkunum eru mjög litlar, t.d að valda brjósklosi er 1 á móti 3200 og ef það er borið saman við aukaverkanir lyf t.d íbúfen sést að algengustu aukaverkanir lyfsins eru meltingaróþægindi og niðurgangur og koma fyrir hjá 10-30% þeirra sem að taka lyfið https://www.lyfja.is/lyfjabokin/lyf/Ibufen

Hvað gera hnykkingar?

Hnykkingar eru öflug og árangursrík meðferð við ýmsum stoðkerfisverkjum og skertum hreyfiferli, meðhöndlun á efri hálsi vegna höfuðverkja , verkja í hálsi, mjóbaksverki með eða án leiði verkja ofl. 

Hnykkingar geta verið lækning ein og sér og þekkja flestir kraftaverkasögur af því en oftast eru hnykkingar partur af meðferð þar sem nokkrum aðferðum er beit til að meðhöndla verkinn/hreyfiskerðinguna.

Slitgigt í hné

Verkir í hné eru mjög algengir og er hluti af því slit, þar sem sést minnkað liðbil, nabbamyndanir og bólgur. Rannsóknir hafa sýnt að nálastungur geta haft mikil áhrif á verki, hreyfigetu og lyfjatöku.

Staðsetning

Afgreiðsla er opin virka daga frá 8.30 til 16.00.

Stórhöfði 33, 110 Reykjavík.
577 5575
assjukra@assjukra.is
Opna leiðarlýsingu í Google Maps